2020.05.19 Nú er sko tíminn til að skála!
Útskrift úr skólum og nánast samfelldur bjartur dagur framundan í tvo mánuði, eftir þrengingar undanfarinna vikna. Á morgun, fimmtudag, verður sérstök ástæða til að fylgjast með því hvernig loftbólurnar stíga tignarlega til himins í freyðivínsglösunum. Þær sjást reyndar ekki síðasta spölinn og aldrei snúa þær aftur.

Einhverra hluta vegna hafa vinsældir Cava-freyðivíns frá Spáni dalað, á meðan Prosecco hefur þotið upp vinsældalista Vínbúðanna. Hér fylgir einfaldur en ugglaust umdeildur samanburður.