Fréttir
29.07.2004 Pesquera Crianza valin beztu kaupin í ágústblaði Gestgjafans. Fékk fimm glös.
 
Pesquera Crianza var valin beztu kaupin í Vínbúðum í nýjasta tölublaði Gestgjafans. Vínið, sem er trúlega skærasta stjarna Ribera del Duero (sjá þó Vega Sicilia), fékk hæstu einkunn, fimm glös og frábæra dóma, m.a. þá að vera hlægilega ódýrt á Íslandi (sem staðfestir þá sögu að einn af vinum Bers hringdi úr matvörumarkaði á Spáni og kvartaði yfir verðinu á Pesquera í heimalandinu, hún væri ódýrari heima í Ríki).

Sjá alla fréttina >>

24.06.2004 Viñas del Vero semja við Iberia flugfélagið
 
Viñas del Vero, helzti vínframleiðandi héraðsins Somontano á Spáni, náði nýlega samningum við Iberia, aðalflugfélag Spánar, um sölu á hálfri milljón flaskna (750ml og 187.5ml) af víni í flugvélum fyrirtækisins.

Sjá alla fréttina >>

22.05.2004 Castillo Perelada Cava Rosado var líka í brúðkaupsveizlunni
 
Eins og áður var fram komið, þá gengu Felipe de Borbon, sonur Jóhanns Karls Spánarkonungs og Soffíu drottningar, og Leticia Ortiz Rocasolano í hjónaband nýlega.

Eins og áður var gortað af, var boðið upp á hvítvínið Clarión frá Viñas del Vero í brúðkaupsveizlunni.

Ekki nóg með það, heldur var freyðivín (sp. Cava) frá einum af birgjum Bers, Castillo Perelada, fordrykkur í veizlunni.

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  14 15 16 17 18 19 20  Næsta síða  >>