Fréttir
03.05.2019 Cepa Gavilan frá Pedrósu að seljast upp
 
Cepa Gavilan nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hefur verið mest selda rauðvín Bers uppá síðkastið. Vegna seinkunar sendingar frá Spáni er vínið að klárast í Vínbúðunum.

Eins og ungi sölumaðurinn í kaupfélaginu svaraði hefðarfrúnni (eins og honum hafði verið kennt) þegar hún spurði hvort hann ætti salernispappír: "Nei en við eigum sandpappír númer 100",
þannig þurfum við að svara núna: "Nei, því miður, en við eigum Kríönzu, Reservu og Gran Reservu, stóru systurnar frá Páskabræðrum í Pedrósu [ekki að þetta sé mansal]".

Sjá alla fréttina >>

29.04.2019 Vín Páskabræðra í Pedrósu fengu góða dóma í Wine Advocate
 
Páskabræður [Hermanos Perez Pascuas] þykja með betri víngerðarmönnum í Ribera del Duero.

Nýlega - til þess að gera - birti tímarit Roberts Parker dóma um nýjustu árgangana. Það er óhætt að segja að lýsingarnar séu afgerandi girnilegar og einkunnirnar glæsilegar.
Flest vínin fást í Vínbúðunum, m.a. Pedrosa Reserva 2014 sem fékk 94/100 í einkunn en einungis afburðavín fá slíka einkunn. En nú er líka gott tækifæri til að prófa kríönzuna frá 2015 og Gran Reservu 2011 en bæði árin þóttu góð. Það styttist nefnilega í árgangaskipti.

Sjá alla fréttina >>

26.04.2019 Ber á nýjum stað!
 
Vefsíðan okkar hefur verið flutt milli netþjónustufyrirtækja og komin heim til Sensa {áður ANZA}.

Við gerðum smávægilegar breytingar og leiðréttingar.

Ef þið takið eftir villum, látið okkur vita, að við lögðum verðlaunum í flösku.

Beztu kveðjur frá Beri.


Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6  Næsta síða  >>