Fréttir
15.07.2019 Birgit Eichinger sigraði á International Wine Challenge, Óskarsverðlaunahátíð vínheimsins, í London.
 
Riesling Ried Zöbinger Gaisberg Erste Lage {fr. Grand Cru} sigraði á þessu mikilvæga móti í flokki hvítvína.
Það vill svo vel til að þetta vín af vinningsárgangnum 2017 er fáanlegt í Vínbúðum Lýðveldisins núna. Reyndar bara í Kringlu og Heiðrúnu.

Gloria dóttir Birgittu tók við verðlaunum eins og sést hér á myndinni.

...


Sjá alla fréttina >>

04.07.2019 Gömul frétt: Stóra vínsmökkunin 1976 í París
 
Í tilefni dagsins er upplagt að rifja upp að frægasta vínsmökkun sögunnar fór fram 1976 í París. Þá safnaði vínmeistarinn [e. Master of Wine], Stephen Spurrier [SS], saman nokkrum af beztu vínum sem hann hafði komizt í kynni við í Kaliforníu og stillti upp í blindsmökkun á móti nokkrum af beztu vínum Frakklands. Á þessum tíma voru Kaliforníuvín ekki hátt skrifuð utan Bandaríkjanna og kannski alveg sérstaklega ekki í Frakklandi. Enn þann dag í dag eru vín ekki hátt skrifuð í Frakklandi nema þau séu frönsk {sennilega eru flest víngerðarlönd heimakær}. Gæðin voru kannski metin á við kassavín í dag? Stundum var amerískum vínum líkt við Kóka Kóla en með opnum huga og nefi má enn stöku sinnum finna þau einkenni.

Öllum að óvörum sigraði Stag's Leap SLV Cabernet Sauvignon frá Napa-dal í keppni rauðvína og Chateau Montelena Chardonnay í flokki hvítra {ekki kynþáttaníð}.
Af ellefu dómurum voru níu franskir, einn breskur [SS (ekki þýzkur)] og einn bandarískur. Við útreikning niðurstöðu voru eingöngu atkvæði Frakkanna talin. Þegar úrslitin lágu fyrir krafðist einn frönsku dómaranna þess að atkvæðaseðill hennar yrði dreginn til baka.

Því hefur stundum heyrzt fleygt að frönskum meðaljónum hafi verið stillt upp gegn Ameríkönunum en það var aldeilis ekki tilfellið. Þarna voru Château Mouton Rothschild [Pauillac], Ch. Montrose [St. Estephe], Ch. Haut-Brion [Graves] og Leoville Las Cases [St. Julien]. Allt saman toppvín, 2 fyrsta yrkis (af 5 vínum, Premier Grand Cru Classé flokkunar 1855} og 2 í öðrum flokki {þar eru 14 vín} en bæði teljast OfurÖnnur [e. Super Second] {eins og dóttir mín}, þ.e. þau gera tilkall til þess fyrsta ásamt 2-3 öðrum.

Rauðvínin röðuðust svona 1976:
1. Stag's Leap SLV
2. Château Mouton Rothschild [Pauillac]
3. Ch. Montrose [St. Estephe]
4. Ch. Haut-Brion [Graves]
5. Ridge Vineyards Monte Bello [Santa Cruz fjallgarðinum SV af San Fransiskó]
6. Ch. Leoville Las Cases [St. Julien]
7. Heitz Martha's Vineyard [Napa]
8. Clos du Val Winery [Napa]
9. Mayacamas Vineyards [Napa]
10. Freemark Abbey Winery [Napa]

...


Sjá alla fréttina >>

02.07.2019 Ber í vinaleit
 
Nú bráðvantar Ber fleiri vini og velunnara. Aðalritari Bers er ókunnugur Andbókinni en hefur óljósan grun um að þekkja megi og jafnvel verðlauna þá sem afla Bersvínum á Bókinni og www.Ber.is flestra fylgjenda.

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6  Næsta síða  >>