Fréttir
03.05.2019 Cepa Gavilan frá Pedrósu að seljast upp
 
Cepa Gavilan nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hefur verið mest selda rauðvín Bers uppá síðkastið. Vegna seinkunar sendingar frá Spáni er vínið að klárast í Vínbúðunum.

Eins og ungi sölumaðurinn í kaupfélaginu svaraði hefðarfrúnni (eins og honum hafði verið kennt) þegar hún spurði hvort hann ætti salernispappír: "Nei en við eigum sandpappír númer 100",
þannig þurfum við að svara núna: "Nei, því miður, en við eigum Kríönzu, Reservu og Gran Reservu, stóru systurnar frá Páskabræðrum í Pedrósu [ekki að þetta sé mansal]".

Það vildi svo einkennilega til að við vorum nýbúin að birta frétt um vín Páskabræðra og dóma sem þau hafa fengið. Þessi óheppni með flutning á sendingu frá Pedrósu ýtir nú enn frekar undir djarfar tilraunir með nokkur af betri vínum Ribera del Duero.

Þetta eru allt mikil steikarvín en Spánverjar eru hrifnir af kríönzu með léttari réttum, s.s. fiski, kjúklingi eða Paellu.
Virtur háls-, nef- og eyrnalæknir fullyrti einu sinni að Ribera del Duero Reserva væri bezta vín í heimi með saltfiski. Ekki rengjum við hann?


 Veldu síðu: 1 2 3 4 5 6  Næsta síða  >>