Fréttir
01.11.2023 Rioja-djásnin frá Lopez de Heredia komin í Vínbúðir
 
Einhvern tíma sór Ber þess dýran eið að flytja aldrei inn vín frá Rioja. En svo bresta krosstré...
Lopez de Heredia er eldgamalt og virt vínhús í Rioja. Stundum líkt við Vega Sicilia í Ribera del Duero, fínasta vín Spánar. Tondonia kvað vera uppáhald Jóa Kalla fyrrverandi Spánarkóngs.

Viña Tondonia er flaggskip víngerðarinnar en öll vínin eru geymd vel og lengi áður en þau fara á markað. 2011 er nýjasta árgerð Tondonia Reserva en yngsta Gran Reservan er frá 2001! Stíllinn er eiginlega gamaldags frekar en klassískur. Múrsteinsrauður liturinn líkist þeim sem var á öllum Rioja-vínum fyrir 30-40 árum þegar jafnaldrar aðstandenda Bers voru enn ungir.


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7 8  Næsta síða  >>