Fréttir
21.06.2021 Izadi-vínin komin í Vínbúðina [ekki Arnars - enn]
 
Vínin frá Izadi, borið fram ÍÐAÐÍ {spegilorð}, eru loksins komin til Íslands.
Ber hefur sótt vínsýningar undanfarin ár og stundum hitt fyrir áhugaverða framleiðendur. Suma oftar en einu sinni.

Einn þeirra er Bodegas Izadi. Þrátt fyrir að vínin hafi alltaf verið góð og fjölbreytt hefur Ber ekki drifið í að flytja þau inn {enda ekki þekkt fyrir framtakssemi} fyrr en núna. Vöruvals- og gæðanefnd Bers hélt tímamótafund í glerhúsi sem leiddi til þeirrar niðurstöðu.

Izadi er hluti samstæðu ArteVino sem ræktar vín í Rioja, Toro og Ribera del Duero.
Fyrstu vínin voru að koma í hillur Vínbúðanna eftir alllanga bið eftir s.k. Reynslusölu:

* Izadi Reserva frá Rioja

* Pruno Villacreces frá Ribera del Duero

* Vetus frá Toro








 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  Næsta síða  >>