Fréttir
12.12.2017 Niepoort í Portúgal kemur í Vínbúðir
 
Ber virti ósk Vínbúðanna um að auka framboð vína frá Portúgal og valdi Niepoort eftir talsverðar pælingar. Niepoort er mikils metin og framsækin víngerð með víngarða víðvegar um Portúgal og víðar. Niepoort-vínin eru þekkt fyrir kvenleika, fágun og lágt áfengismagn.
Flest vínin sem lögð vorum fram til vottunar fengu blessun dómnefndar Gæða- og vöruvalsdeildar ÁTVR og eru nú komin í Sérflokk Kringlunnar. Fyrst um sinn verða vínin aðeins fáanleg í Kringlu.

Drink Me hvít- og rauðvín frá Douro.

Lagar de Baixo frá Bairrada.

Bioma er lífrænt ræktað rauðvín frá Douro.

Charme er fágað rauðvín úr Douro-dalnum. Ótrúlega ljóst í samanburði við flest vín úr Dalnum sem er mjög heitur og flest rauðvínin algerir boltar.

Rotulo hvítt og rautt og Conciso rauðvín frá Dão.

Batuta rauðvín frá Douro. Dýrt en vandað.

Og svo auðvitað Niepoort árgangspúrtvín, bæði í lítilmagna [0,75L; 2005] og örmagna [0,375L; 2015].


 Veldu síðu: <<  Til baka  45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55  Næsta síða  >>