Fréttir
06.05.2004 Castaño Monastrell valið vín mánaðarins í Gestgjafanum
 
Í maíblaði Gestgjafans var Castaño Monastrell frá Yecla á suð-austur Spáni valið vín mánaðarins.

Vínræktarsvæði í Murcia-héraði á suð-austur Spáni hafa notið vaxandi vinsælda innan og utan Spánar undanfarin misseri. Sérstaklega hafa Bandaríkjamenn hrifizt af þeim og hinn heimsfrægi og áhrifamikli vínrýnir, Robert Parker(Penninn!) hefur gefið vínum þeirra Castaño-bræðra frábæra dóma í blaði sínu The Wine Advocate.
Nýlega fengu bæði Hécula og Monastrell einkunnina 90/100 og í fyrra fékk Hecula 92 og Solanera 93/100. Allt eru þetta frábærar einkunnir fyrir vín á viðráðanlegu verði. Það gerist iðulega að 5-10.000 króna vín fá einkunn 85-88 hjá Parker.
Það er mikil viðurkenning að fá slíka dóma hjá helztu vínblaðamönnum heims.


 Veldu síðu: <<  Til baka  48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58  Næsta síða  >>