Fréttir
01.10.2007 Bruichladdich viskí á Klakann
 
Af rómuðu brjálæði ákváðu stjórnendur Bers að reyna (i-hljóðvarp af raun) innflutning á maltviskíi frá Islay en ilmríkustu stakmöltungarnir (e. single malt) koma gjarnan þaðan. Tilkomumikil dæmi eru Laphroaig og Lagavulin en Bruichladdich 12 ára, önnur útgáfa (e. 2nd edition), sem nýkomið er í Vínbúðir Lýðveldisins er ekki jafn reykt og djöfullegt og þessir höfðingjar en þykir gott.

Bruichladdich Waves 7 ára er líka komið í Heiðrúnu og Kringlu.
Varið ykkur á óvenju ljótum sægrænum dollum!


 Veldu síðu: <<  Til baka  54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64  Næsta síða  >>