Fréttir
01.09.2007 Cepa Gavilan frá Páskabræðrum í Pedrosa verður fyrsta Ribera del Duero vínið í kjarna Vínbúðanna
 
Cepa Gavilan hefur náð þeim frábæra árangri að komast í kjarnaflokk Vínbúðanna, fyrst Ribera del Duero vína. Þrátt fyrir áralanga báráttu og þrjózku hefur Beri ekki tekizt fyrr en nú að koma víni frá þessu stórmerka héraði í aðalsöluflokk Ríkisins og þar með í fleiri búðir en Kringlu og Heiðrúnu.

Bodegas Hermanos Perez Pascuas (Páskabræður) í þorpinu Pedrosa í norð-austurhluta Ribera del Duero er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem nýtur mikillar virðingar á Spáni. Vínin eru í klassískum stíl með sterk einkenni héraðsins.
Viña Pedrosa Crianza, Reserva og Gran Reserva eru samkvæmt spænsku hefðinni.
Perez Pascuas Gran Selección er lúxusvín þeirra bræðra, rándýrt og glæsilegt, gert úr þrúgum af eldgömlum vínviði (~80 ára) sem afinn gróðursetti á sínum tíma og er enn í eigu fjölskyldunnar.
Cepa Gavilan er hins vegar ívið nútímalegra. Vínið er ávaxtaríkt, allbragðmikið, létteikað og hefur helztu einkenni Tempranillo-þrúgunnar og héraðsins.


 Veldu síðu: <<  Til baka  55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65  Næsta síða  >>