Fréttir
01.03.2007 Ber hefur innflutning á Kaliforníuvínunum Stag's Leap og Truchard
 
Í tilefni amerískra þemadaga Vínbúða Lýðveldisins ákváðu aðstandendur Bers að reyna að fá umboð fyrir tvær af beztu víngerðum Kaliforníu, Stag's Leap Wine Cellars og Truchard Vineyards. Það heppnaðist og nokkur vín frá báðum þessum framleiðendum eru nú fáanleg meðan á amerískum þemadögum stendur og vonandi lengur ef vínáhugafólki líka vínin.

Stag's Leap er einn virtasti framleiðandi Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað.
Í Parísarsmökkuninni frægu 1976 sigraði rauðvínið Stag's Leap Wine Cellars Cabernet Sauvignon helztu rauðvín Bordó í blindu smakki, Frökkum til óumræðilegrar gremju.
Smökkunin var endurtekin 2006 og aftur sigruðu Kaliforníuvínin!

Truchard Vineyards víngerðin, sem staðsett er í Carneros í Napa en þar þykja sérlega góð skilyrði fyrir Búrgúndarplönturnar Pinot Noir og Chardonnay, þykir með þeim betri.


Full ástæða er til að smakka Stag's Leap vínin:
. Fay Cabernet Sauvignon,
. Napa Valley Merlot,
. Artemis Cabernet Sauvignon og
. Karia Chardonnay.

Truchard vínin eru öll frá Carneros:
. Pinot Noir,
. Cabernet Franc,
. Zinfandel,
. Merlot og
. Syrah.



 Veldu síðu: <<  Til baka  58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68  Næsta síða  >>