Fréttir
04.10.2006 Fulltrúi Bordómiðlarans Barriere Freres og Ch. Beychevelle heimsækir Ísland
 
Vínskólinn hélt námskeið í Bordóvínum í samvinnu við Ber í tilefni heimsóknar Marion Blanchet útflutningsstjóra Bordómiðlarans Barriere Freres. Námskeiðið var vel sótt og áhugi mikill, bæði fyrir fræðilegum upplýsingum þeirra stallna Dominique og Marion og vínunum sjálfum.

Smökkuð voru:
Chateau de Mignot 2001, St. Estephe
Chateau Belle-Vue 2001, Haut Medoc Cru Bourgois
Chateau Corbin 2002, St. Eimilion Grand Cru Classé
Chateau Desmirail 2001, Margaux Grand Cru Classé
Chateau Lascombes 2002, Margaux Grand Cru Classé
Chateau Pedesclaux 2002, Pauillac Grand Cru Classé
Chateau Pontet Canet 2003, Pauillac Grand Cru Classé
og að lokum
Chateau Beychevelle 2003 og 2001, St. Julien Grand Cru Classé

Nokkrar umræður spunnust kringum árganginn 2003, Suður-Ameríska árganginn í Bordó, eðli vínanna og áhrif "Pennans", Roberts Parker.
Ber þakkar þeim sem sóttu þetta skemmtilega námskeið og þeim Dominique og Marion fyrir hjálpina við að kynna þessi fyrirtaksvín fyrir okkur.


 Veldu síðu: <<  Til baka  60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70  Næsta síða  >>