Fréttir
01.04.2006 Ber hefur innflutning á vínum frá Chile
 
Ber hefur ákveðið að færa út kvíarnar og flytja inn vín frá Chile, sem eru mjög vinsæl hér á landi um þessar mundir. Fyrir valinu varð hin metnaðarfulla víngerð Anakena í Rapel dalnum.

Carmenère Single Vineyard 2003, sem er fyrsta vín Anakena sem fer á íslenzkan markað, var valið bezta Carmenère-vín Chile í fyrra af Víndómþingi Chile í fyrra en sá dómur samanstendur m.a. af Englendingunum frægu Oz Clarke og Steve Spurrier.

Til að byrja með verða 3 Anakena-vín fáanleg, fyrrgreindur Carmenère S.V. 2003, Chardonnay Reserva 2004 og óeikaður, hressilegur en dálítið ungur og groddalegur Carmenère 2005.

Öll þessi vín teljast verðugir fulltrúar Chile í annars ágætu úrvali hérlendis.


 Veldu síðu: <<  Til baka  62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72  Næsta síða  >>