Fréttir
01.12.2005 Tveir miklir höfðingjar snúa aftur í hillur Vínbúða Ríkisins
 
Stjörnuvínin Clos de l'Obac 2000 frá Priorat og ValSotillo Gran Reserva 1995 frá Ribera del Duero
eru nú aftur fáanleg í Vínbúðum eftir að hafa verið vikið af velli fyrir slælega frammistöðu fyrir alllöngu. Þvermóðsku Bers er því við brugðið rétt einu sinni en Ber var stofnað með þann tilgang einan að leiðarljósi að flytja beztu vín Spánar til Íslands. Þessari baráttu heldur Ber áfram að þrátt fyrir einbeitta andstöðu flestra landsmanna.

Clos de l'Obac er framleitt af Costers del Siurana í Priorat, sem var stofnað af hjónunum Carles og Maríönnu Pastrana og fjölskyldum þeirra, helztu frumkvöðlum Priorat, sem þykir eitt mest spennandi vínhérað Spánar um þessar mundir.
Vínið þykir ákaflega vel gert, spennandi þrúgusamsetning og sérstaklega grýttur jarðvegur gefa því sterkan persónuleika án þess að gera það að vöðvafjalli. Hinn frægi og skemmtilegi víndómandi Hugh Johnson gefur Clos de l'Obac hæstu einkunn sína, 4 stjörnur, og kallar vínið stjörnu Priorats.

ValSotillo Gran Reserva er toppvín Bodegas Ismael Arroyo og fjölskyldu hans. ValSotillo vínin eru oftast mjög sérkennileg eins konar erki-Ribera del Duero, ilmsterk, bragðmikil og svipsterk.
ValSotillo Gran Reserva 1995 var nýlega kosið bezta rauðvín Spánar á Zarcillo sýningunni en þær eru svo sem margar sýningarnar.


 Veldu síðu: <<  Til baka  65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75  Næsta síða  >>