BER.is
Silver Oak Cellars
Hérað Napa Valley
Land: USA
Lýsing: Saga Silver Oak hófst 1972 með handabandi tveggja vina, framkvæmdamannsins Raymond Twomey Duncan og víngerðarmannsins Justin Meyer. Þeir höfðu djarfa sýn:
Gera stórt vín sem gæti geymzt í áratugi, úr Cabernet Sauvignon, þroskað eingöngu á amerískri eik.

Á næstu tveimur áratugum óx Silver Oak fiskur um hrygg. Bæði Napa- og Alexanderdalsvínin urðu eftirsótt á vínseðlum fínustu veitingahúsa Bandaríkjanna og seldust upp á hverju ári. Duncan-fjölskyldan á ennþá og rekur Silfureikarvíngerðina

Silver Oak ræktar ekki bara þrúgur heldur líka eik. Allar eikartunnurnar sem vínin þroskast á eru smíðaðar af Silfureikingum úr amerískri eik sem þeir rækta sjálfir. Flest Kaliforníuvín eru geymd á franskri eik nú til dags en Silver Oak heldur sig við þá amerísku. Til að flækja og bæta lykt og bragð er hinum Bordóberjunum bætt út í Cabernet Sauvignon: Merlot, Petit Verdot, Malbec og Cabernet Franc. Vínin eru fáguð, næstum bónuð. Dýr en áhugaverð.
Veffang: www.SilverOak.com
Heimilisfang: Napa Valley
915 Oakville Cross Rd
Oakville CA 94562
Vörueinkenni Vöruheiti Ár % Lítrar Verđ ÁTVR Vnr ÁTVR Hérađ Annađ
SQ0113 Silver Oak Napa Valley Cabernet Sauvignon 2013 14,1 0,75 15.555 24642
Sérflokkur
Napa Valley
SQ0214 Silver Oak Alexander Valley C.S. 2014 13,8 0,75 11.111 24641
Sérflokkur
Napa Valley
Til baka