Gran Vos
Lýsing: Mjög dökkt, stórt vín með þungum ilmi af dökkum berjum og mjúkri, talsvert reyktri eik. Fær reglulega 90 í einkunn á Spáni.
Vín mánaðarins í janúar í Gestgjafanum. Villibráðarvín. Snilld með gæs, hreindýri eða rjúpu(næsta ár!). Einn af vinum Bers, sem hafði gefizt upp á því að velja rauðvín með rjúpu, féll algerlega fyrir Gran Vos og hefur ekki valið annað, jól eftir jól.
Pedro Aibar víngerðarmaður Viñas del Vero velur beztu þrúgur hvers árs: Cabernet Sauvignon, Merlot og Pinot Noir(slík blanda varðar fangelsi í Frakklandi, bæði í Bordó og Búrgúndi). Vínið er geymt á nýrri franskri Alliers eik í 18 mánuði(það er í góðu lagi).
Vara Bers: VdV1200
Framleiđandi:
Ár: 2000
Áfengismagn: 13.5 %
Lítrar: 0.75
Verđ ÁTVR: 1890
Vnr ÁTVR: 07325
Annað:
Til baka