Perelada Seco |
|
|
|
|
Lýsing: |
Seco er eðalfreyðivín frá Castillo Perelada, sem nýtur mikillar virðingar á Spáni. Í konunglegu brúðkaupi krónprins Spánar var boðið upp á systur Seco, bleika freyðivínið Cava Rosado frá Castillo Perelada.
Þetta hálfþurra freyðivín er gert úr hinum klassísku Cava-berjum: Macabeo, Xarel·lo og Parellada. Seinni gerjun gerist í flöskunni eins og hjá kampavíni. Vínið er geymt í 12 mánuði áður en það fer á markað.
Fölgult með mikilli smágerðri froðu.
Fíngerð blómaangan með votti af þroska.
Ferskt í bragði, alllangt og í góðu jafnvægi.
Upplagt í brúðkaups- og útskriftarveizlur vegna þess að vínið er hvorki of súrt né of sætt og ætti því að henta öllum, kerlingum og körlum.
|
Vara Bers: |
CP02 |
Framleiđandi: |
Castillo Perelada |
|
Ár: |
|
Áfengismagn: |
11,5 % |
Lítrar: |
0,75 |
Verđ ÁTVR: |
990 |
Vnr ÁTVR: |
06624 Kjarni |
Annað: |
Humar, tapas, skelfiskréttir og pinnamatur |
|
|