Lýsing: |
Ný framleiðsla Fernandez-fjölskyldunnar vestur af Ribera del Duero, nærri Zamora niður með fljótinu Duero.
Dökkfjólublátt, sterkur ilmur af dökkum berjum, kókos, jarðvegi og grænum laufum. Bragðmikið, kjöt, mynta og næstum sætur ávöxtur. Langt, þétt og bragðgott.
Dehesa La Granja er gert úr 100% Tempranillo, höfuðþrúgu Spánar, og geymt í tvö ár í amerískri eik.
Leiðbeiningar Alejandrós:
Þetta er holdmikið vín með mjög mildum tannínum og miklum krafti. Þar sem vínið er ekki síað áður en það fer í flöskur, mælum við með því að víninu sé umhellt.
Robert Parker gaf 88-90 í Wine Advocate #152:
The finest vintage to date here appears to be the elegant, dense ruby/purple-colored 2001. Sumptuous aromas of blackberries, black cherries, mocha, and chocolate are followed by an impressively constructed, rich, flavorful, medium to full-bodied wine with well-integrated, supple tannin. Long and rich, it should drink well for 5-6 years. This is an excellent value.
|