Monte Don Lucio
Reserva
Lýsing: Þroskaður kirsuberjarauður litur. Ilmur af svörtum ávöxtum: plómum, hindberjum og svartberjum . Dæmigerð spænsk vanillulykt
Góð en fínleg beinabygging (mjúk tannín). Allmikið en milt og flauelsmjúkt vín. Ekta klassískur Spánverji með ávöxtum og karamellu í ljúfri blöndu.

Eftir margra ára baráttu Bers í innflutningi beztu vín Spánar, sem flest eru innilega óspænsk í skilningi Íslendinga, vitraðist Beri loksins að rétt væri að prófa að selja Íslendingum það sem þeim líkar, en ekki frelsa þá í einu vetfangi (5 árum).
Því er tryggum fylgjendum Bers bent á að tryggja sér slatta af þessu ágæta víni áður en verðið hækkar í 1800 kr eða eitthvað enn svívirðilegra.

Vara Bers: MDL0203
Framleiđandi: Finca La Blanca
Ár: 2003
Áfengismagn: 12 %
Lítrar: 0,75
Verđ ÁTVR: 1.490 (Útsala)
Vnr ÁTVR: 08434
Kjarni
Annað:
Til baka