Perelada 3 Finques
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt. Frískleg blanda af svörtum og rauðum ávöxtum ásamt ristuðum eikartónum í nefi {tónar væru annars aðallega í eyrum}. Meðalfylling í bragði. Jafnvægi er ágætt milli ávaxtar, eikar, tanníns og áfengis. Eftirbragð er nokkuð langt og þægilegt.
3 Finques [katalónska] {áður Fincas [sp.] en nú stendur sjálfstæðisbarátta Katalóna sem hæst} vísar til þeirra þriggja víngarða þar sem þrúgur vínsins eru ræktaðar. Jarðvegur er mismunandi milli garðanna þriggja: Pont de Molins [leir, fíngerður jarðvegur], La Garriga [sandur, möl og kvartzgrjót] og Espolla [flöguberg].
Vínið er gert úr 5 þrúgutegundum: Cariñena [kat. Samsó], Garnacha [kat. Garnatxa], Syrah, Merlot og Cabernet Sauvignon. Eins og fjölbreyttur uppruni og þrúgnasamsetning gætu gefið til kynna er vínið flókið í lykt og bragði.
Vara Bers: CP3913
Framleiđandi: Castillo Perelada
Ár: 2013
Áfengismagn: 13,5 %
Lítrar: 0,75
Verđ ÁTVR: 2345
Vnr ÁTVR: 09525
Reynsla
Annað: Grillmatur, steikur, hamborgarar, baunasúpa {alls ekki hákarl}
Til baka