Gerildeyðir frá Mjöll Frigg / Guelbenzu Evo |
|
|
|
|
Lýsing: |
Gerildeyðir frá Mjöll Frigg er andi vorsins. Þessi óvænta samkeppni er sennilega mest ógnvekjandi vörumerki sem um getur. En á vel við um þessar mundir.
Er ekki rétt að gauka þeirri hugmynd að öllu Mjallar Friggjar fólki að víkka vöruvalið með Veirubana - ókrýndum sigurvegara?
Keppinauturinn er heldur lítilfjörlegur en Bodegas Guelbenzu er þó ein bezta víngerð Navarra (Ribera del Quiles) og Evo er eitt af toppvínum Spánar. Dökkt, mjúkt, ilmríkt, negull, sæt vanilla og súputeningur. Bragðmikið (svört kirsuber) og þétt í bragði. Bordólegur stíll með greinilegum þroskuðum Cabernet Sauvignon einkennum. 'Svívirðilega gott vín' {rómaður vínáhugamaður}. Hentar með alls konar kjöti, frá svíni að léttari villibráð. 2011 var afburðagóður árgangur. 2013 var það ekki en vínið er frábært. |
Vara Bers: |
BG0213 |
Framleiđandi: |
Bodegas Guelbenzu |
|
Ár: |
2013 |
Áfengismagn: |
13,5 % |
Lítrar: |
0,75 |
Verđ ÁTVR: |
3111 |
Vnr ÁTVR: |
07737 |
Annað: |
Neytist eingöngu útvortis og helzt ekki hóflega.
Nú gildir hið fornkveðna að meira er betra. |
|
|