Fréttir
06.03.2019 Opnunarteiti Unu útgáfuhúss í Mengi
 
Una útgáfuhús blćs til opnunarhátíđar í Mengi miđvikudaginn 6. marz kl. 20. Stofnun bókaforlagsins verđur fagnađ og fyrstu útgáfu ţess:

Undir fána lýđveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson.

Í bókinni segir frá dvöl Hallgríms á Spáni í lok fjórđa áratugarins. Ţar barđist hann međ Alţjóđasveitum gegn fasistum í spćnska borgarastríđinu. Bókin kom fyrst út áriđ 1941 en hefur veriđ ófáanleg um árabil. Bókin kemur nú út međ ítarlegum eftirmála um ćvi og störf Hallgríms.


Sjá alla fréttina >>

22.12.2018 Silver Oak. Gott fyrir gráhćrđa!
 
Fyrsta sending af Kaliforníuvínunum víđfrćgu frá Silver Oak var ađ koma til landsins og í Vínbúđir Lýđveldisins.
Vínin eru tvö, bćđi rauđ en Silver Oak rćktar eingöngu rauđar ţrúgur, ađallega Cabernet Sauvignon, einkennisţrúgu Napadals.
Frćgara víniđ kemur einmitt frá Napa en hitt úr Alexandersdal á bökkum Rússár {ekki samskonar rúss og fćreyska einkasalan gerir út á} í norđurhluta Sónóma {hljómmikiđ?}.

Sjá alla fréttina >>

13.07.2018 Michelle Obama pantađi Valduero í Madríd
 
Forsetahjónin fyrrverandi, Michelle og Barack Obama, voru í Madríd í síđustu viku, m.a. vegna ţátttöku karlsins í ráđstefnu.
Michelle, sem er rómađur sćlkeri og heilsuleiđtogi, notađi tćkifćriđ og fór á einn fínasta ítalska veitingastađ borgarinnar, Numa, og pantađi sem betur fer ekki ítalskt vín.
Hún pantađi Valduero Reserva Premium 6 ára međ matnum sem ţótti heppnast afar vel.

Víngerđ Valduero í Ribera del Duero er stjórnađ af konu, Yólöndu Garcia Viadero, og vínin ţykja bera ţess merki, ljúf og kvenleg.


Sjá alla fréttina >>