Fréttir
27.10.2019 Yfirvofandi hækkun Bordóvína
 
Vínbúðir Lýðveldisins munu hækka verð á eftirfarandi Bordóvínum að ósk Bers um mánaðamótin næstu [verð fyrir/eftir mánaðamót]:

Ch. Figeac, Saint-Emilion____________21.111__25.552

Ch. Lynch Bages, Pauillac___________17.777__18.999

Clos l'Eglise, Pomerol_______________12.222__16.789

Ch. Branaire-Ducru, Saint-Julien_______8.765___9.876

Ch. Cos Labory, Saint-Estephe________6.789___7.671

Ch. Quinault l'Enclos, Saint-Emilion_____6.789___7.654

Ch. Tronquoy-Lalande, Saint-Estephe___5.789___6.333

Ch. Clauzet, Saint-Estephe___________4.888___5.222Græðgi Bersforingja er ekki einni um að kenna, þótt grunnt sé á henni.
Heldur veldur {nánast árleg} hækkun verðs hjá víngerðum héraðsins en einkum veiking íslenzku krónunnar.Einnig munu vínin frá Vega Sicilia hækka.

Vega Sicilia Especial, Ribera del Duero_39.876__45.678

Vega Sicilia Unico, Ribera del Duero___38.888__41.234

Pintia, Toro________________________6.444___7.111Þrátt fyrir fyrrnefnda græðgi finnst Beri ástæða til að upplýsa vínsafnara og aðra áhugasama sem ef til vill hefðu hug á að fjárfesta {í sumum tilvikum umtalsverðu fjármagni} í einu eða fleirum umræddra vína á "lága" verðinu.

Sparnaðurinn kemur að sjálfsögðu úr djúpum vösum Bers með brosi á vör.


Sjá alla fréttina >>

01.10.2019 Vín Craggy Range frá Nýja Sjálandi komin
 
Vínpressan telur Craggy Range með beztu víngerðum Nýja Sjálands. Ber heldur uppteknum hætti við öflun beztu vína hvers lands og núna voru aðalvín Klettabeltisins [¿langsótt snörun?] að Berast í hillur Vínbúðanna.
Hugh Johnson er hrifinn af CR [ekki Carriage Return = 0x0D {aldrei langt í njörðinn}] og lýsir Le Sol Syrah sem sýningartappa [e. show stopper].
En NZ þykir kjörlendi Pinot Noir [ís. pínusvartur?] og Aroha er toppvín CR en Te Muna [ekki gleyma te-inu] kemur fast á hæla Aroha í gæðum en mílu aftar í verði.
Sophia {dýr} og Te Kahu {ekki eins dýr} eru Bordóblöndur og ekki sem verstar.

Sjá alla fréttina >>

10.09.2019 Lifi sérvizkan!
 
Áhugaverð grein um títtnefnda [1976, bla, bla, ...] víngerð Heitz í Napa-dal Kaliforníu birtist nýlega í
New York Times.
Segja má að pistillinn, eftir Eric Asimov
{skyldleiki ókunnur við Isaac, höfund þjarkalögmálanna þriggja
[Asimov´s Laws of Robotics ]}
sé ein allsherjar lofræða til sérvizkunnar.

Joe Heitz heitinn virðist hafa fengið ríflegan skerf í vöggugjöf. Hans aðferð við víngerð úr höfuðþrúgu Napa, Cabernet Sauvignon [ís. gælunafn = Kabbi], er frábrugðin annarra að því leyti að hann gerir allt sem hægt er til að halda í ferskleika vínsins, halda sýrustigi háu {pH lágu [pH = 14 - sýrustig]} og meira að segja hindra malólaktíska gerjun.

Helztu einkenni erki-Napa-Kabba eru mýkt {mjólkursýra [laktik] er mun mýkri en eplasýra [maló]}, sæta og lítil sýra. Jói eltist heldur ekki af áfergju við tannín, ólíkt samferðarmönnum sínum í Dalnum. Nýir eigendur víngerðarinnar virðast ætla að halda uppteknum hætti.

Lesendum er trúlega ljóst að hjá síðuhaldara örlar á umræddum eiginleika.

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: 1 2 3 4  Næsta síða  >>