Fréttir
10.10.2006 Achaval Ferrer Argentínuvín koma til Íslands
 
Þeim hætti Bers að flytja heim beztu vín hvers lands er nú við haldið með komu Achaval Ferrer frá Argentínu í Vínbúðir Lýðveldisins. Enski vínspekingurinn Hugh Johnson telur Achaval Ferrer beztu víngerð Argentínu. Meðal annars með ameríska þemadaga í huga var hófanna leitað hjá sérvitringunum í Mendoza. Manuel Ferrer, annar stofnenda víngerðarinnar, reyndist hinn skemmtilegasti karl og fannst talsvert til koma að flytja vín til Íslands.

Sjá alla fréttina >>

04.10.2006 Fulltrúi Bordómiðlarans Barriere Freres og Ch. Beychevelle heimsækir Ísland
 
Vínskólinn hélt námskeið í Bordóvínum í samvinnu við Ber í tilefni heimsóknar Marion Blanchet útflutningsstjóra Bordómiðlarans Barriere Freres. Námskeiðið var vel sótt og áhugi mikill, bæði fyrir fræðilegum upplýsingum þeirra stallna Dominique og Marion og vínunum sjálfum.

Sjá alla fréttina >>

01.05.2006 Viñas del Vero Chardonnay snýr aftur í Vínbúðir lýðveldisins
 
Viñas del Vero Chardonnay, sem hefur ekki verið fáanlegt hér á landi um skeið, er nú aftur komið á hillur Vínbúðanna. Þetta vín var í fyrstu sendingu sem kom til Bers og byrjaði í sölu haustið 1999 ásamt Gewürztraminer, Cabernet Sauvignon, Merlot og fljótlega bættist Val de Vos við.

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  4 5 6 7 8 9 10  Næsta síða  >>