Fréttir
06.03.2019 Opnunarteiti Unu útgáfuhúss í Mengi
 
Una útgáfuhús blæs til opnunarhátíðar í Mengi miðvikudaginn 6. marz kl. 20. Stofnun bókaforlagsins verður fagnað og fyrstu útgáfu þess:

Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson.

Í bókinni segir frá dvöl Hallgríms á Spáni í lok fjórða áratugarins. Þar barðist hann með Alþjóðasveitum gegn fasistum í spænska borgarastríðinu. Bókin kom fyrst út árið 1941 en hefur verið ófáanleg um árabil. Bókin kemur nú út með ítarlegum eftirmála um ævi og störf Hallgríms.


Sjá alla fréttina >>

22.12.2018 Silver Oak. Gott fyrir gráhærða!
 
Fyrsta sending af Kaliforníuvínunum víðfrægu frá Silver Oak var að koma til landsins og í Vínbúðir Lýðveldisins.
Vínin eru tvö, bæði rauð en Silver Oak ræktar eingöngu rauðar þrúgur, aðallega Cabernet Sauvignon, einkennisþrúgu Napadals.
Frægara vínið kemur einmitt frá Napa en hitt úr Alexandersdal á bökkum Rússár {ekki samskonar rúss og færeyska einkasalan gerir út á} í norðurhluta Sónóma {hljómmikið?}.

Sjá alla fréttina >>

13.07.2018 Michelle Obama pantaði Valduero í Madríd
 
Forsetahjónin fyrrverandi, Michelle og Barack Obama, voru í Madríd í síðustu viku, m.a. vegna þátttöku karlsins í ráðstefnu.
Michelle, sem er rómaður sælkeri og heilsuleiðtogi, notaði tækifærið og fór á einn fínasta ítalska veitingastað borgarinnar, Numa, og pantaði sem betur fer ekki ítalskt vín.
Hún pantaði Valduero Reserva Premium 6 ára með matnum sem þótti heppnast afar vel.

Víngerð Valduero í Ribera del Duero er stjórnað af konu, Yólöndu Garcia Viadero, og vínin þykja bera þess merki, ljúf og kvenleg.


Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>