Fréttir
22.06.2019 Verð hækka að nýju - illu heilli.
 
Um mánaðamótin munu vínin sem voru á afslætti í júni hækka aftur, þ.e. rómantíska freyðivínið Perelada Touch of Rosé, kraftarauðvínið Condado de Haza frá Ribera del Duero og þroskaða lambakjötsvínið Dehesa La Granja frá Toro.
Það fara því að verða síðustu forvöð að kaupa inn fyrir veizlur á næstunni.

Sjá alla fréttina >>

06.06.2019 Verðlækkanir. Tímabundnar.
 
Ber hefur lækkað verð á nokkrum vínum í Vínbúðum Lýðveldisins og mun lága verðið haldast út júní:

**** Condado de Haza Crianza úr 3.555 í 2.888.

      Haza er talin til betri vína Ribera del Duero, jafnvel Grand Cru.

 *** Dehesa La Granja úr 2.888 í 2.555.

**** Perelada Stars Touch of Rosé Cava Brut úr 2.765 í 2.555.

      Rómantískasta vínið í Ríkinu? Yndislegt vín í brúðkaup og útskriftir.


Sjá alla fréttina >>

23.05.2019 Hatrið mun sigra! Cepa Gavilan hækkar um mánaðamót
 
Vegna veikingar íslenzku krónunnar þurfum við því miður að hækka verð á Cepa Gavilan frá Páskabræðrum í Pedrósu. Þetta er ekki mikil hækkun en við viljum vara velunnara Bers við og gefa þeim þar með kost á að birgja sig upp fyrir mánaðamótin.

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>