Fréttir
12.12.2017 Niepoort í Portúgal kemur í Vínbúðir
 
Ber virti ósk Vínbúðanna um að auka framboð vína frá Portúgal og valdi Niepoort eftir talsverðar pælingar. Niepoort er mikils metin og framsækin víngerð með víngarða víðvegar um Portúgal og víðar. Niepoort-vínin eru þekkt fyrir kvenleika, fágun og lágt áfengismagn.
Flest vínin sem lögð vorum fram til vottunar fengu blessun dómnefndar Gæða- og vöruvalsdeildar ÁTVR og eru nú komin í Sérflokk Kringlunnar. Fyrst um sinn verða vínin aðeins fáanleg í Kringlu.

Sjá alla fréttina >>

11.11.2017 Ber hefur innflutning á vínum frá Birgit Eichinger í Austurríki
 
Í lok árs 2016 óskaði ÁTVR eftir tilnefningu vína frá Austurríki til að auka vöruval Vínbúðanna.
Fulltrúar Bers gerðu sér því ferð í austurrísku deildina á ProWein í vor. Með vasabók Hugh Johnson að leiðarljósi prófuðum við flest vínin frá beztu víngerðum Austurríkis sem boðið var uppá á sýningunni {tala um að fórna sér}.
Birgit Eichinger heillaði okkur bæði með skemmtilegu viðmóti og aðlaðandi vínum. Bersdóttir, sem þykir kröfuhörð á hvítvín, kolféll fyrir vínunum hverju af öðru.

Sjá alla fréttina >>

01.04.2017 Ber á ProWein í Drusluþorpi [þ. Düsseldorf]
 
Fulltrúar Bers sóttu ProWein-vínráðstefnuna í marz.
Aðalmarkmiðið var að hitta helztu framleiðendur og birgja Bers, s.s. Perelada, Páskabræður, Castaño, Vega Sicilia, Pesquera, Champagne Jacquesson, Ridge o.fl.
Auk þess skoðuðum við sérstaklega austurrísk {ekki hausturísk} og þýzk vín vegna óskar ÁTVR um aukið framboð af vínum frá þessum löndum.
Þar fyrir utan rannsökuðum við vín frá frekar framandi svæðum eins og Brasilíu og Austur-Evrópu en þar er mikil þróun um þessar mundir.


Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>