BER.is
Hécula
Lısing: Dökkt öflugt Monastrell vín frá Yecla á Suð-Austur Spáni. Robert Parker gaf 2000 árgangi 92/100 í einkunn, 2001 91/100, 2002 og 2003 90/100 og játar í riti sínu, Wine Advocate, að hann hafi aldrei gefið jafn ódýru víni jafn háa einkunn.
Vínið stendur nú loksins undir þeim væntingum sem slík einkunnagjöf skapar. Nú hefur það opnazt með ilmi af grilluðu kjöti, dökkum berjum og pipar. Minnir því óneitanlega á gott Rónarvín, s.s. Chateauneuf du Pape, en Monastrell (fr. Mourvedre) er einmitt ein af Rónarþrúgunum.
Vínið er þétt undir tönn, mjög ávaxtaríkt, bragðmikið með talsverðu kryddi, pipar, negli (þgf. negull) og rúsínu- og döðlukeim í alllöngu eftirbragði.
Þetta er nördavín, sem loksins er að verða aðgengilegt hinum almenna óinnvígða og ómúraða borgara.
Því væri óheppilegt að það dytti úr sölu hjá Vínbúðum Ríkisins öðru sinni.
Hentar með öllu kjöti, grilluðu og talsvert krydduðu, og afar vel með svínakjöti, sérstaklega skorpusteik.

Vara Bers: CAST1312
Framleiğandi: Bodegas Castaño
Ár: 2012
Áfengismagn: 14 %
Lítrar: 0,75
Verð ÁTVR: 2.444
Vnr ÁTVR: 08593
Hætt í ÁTVR
Annað: Grillað kjöt, svínasteik með pöru, lundi.
Til baka