BER.is
Bodegas Hnos Pérez Pascuas
Hérað Ribera del Duero
Land: Spánn
Lýsing: Bodegas Hermanos Perez Pascuas (Páskabræður) í þorpinu Pedrosa í norð-austurhluta Ribera del Duero er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem nýtur mikillar virðingar á Spáni.. Víngerðin er ein sú snyrtilegasta sem finnst og vel er vandað til allra hluta. Hluti vínviðarins er afgamall eins og finna má í beztu vínum þeirra bræðra. Vínin eru í klassískum stíl með sterk einkenni héraðsins.
Viña Pedrosa Crianza, Reserva og Gran Reserva eru samkvæmt spænsku hefðinni.
Perez Pascuas Gran Selección er lúxusvín þeirra bræðra, rándýrt og glæsilegt, gert úr þrúgum af eldgömlum vínviði (~80 ára) sem afinn gróðursetti á sínum tíma og er enn í eigu fjölskyldunnar.
Cepa Gavilan er hins vegar ívið nútímalegra. Vínið er ávaxtaríkt, allbragðmikið, létteikað og hefur helztu einkenni Tempranillo-þrúgunnar og héraðsins.
Veffang: www.vinapedrosa.com
Heimilisfang: Viña Pedrosa
09314 Pedrosa de Duero, Burgos
España
Vörueinkenni Vöruheiti Ár % Lítrar Verđ ÁTVR Vnr ÁTVR Hérađ Annađ
VP0114 Pedrosa Crianza 2013 13,5 0.75 3.789 07517
Nýbyrjað aftur
Ribera del Duero Miklar steikur, grilla...
VP0212 Pedrosa Reserva 2011 13.5 0.75 4.965 (07519) Ribera del Duero Lambahryggur, villiönd
VP0310 Pedrosa
Gran Reserva
2005 13.5 0.75 8.765 08711
Umsókn
Ribera del Duero Villiönd og -gæs, fína...
VP0403M Pedrosa Reserva Magnum 2003 13.5 1.5 9.870 Ribera del Duero Nautahryggur, heilstei...
VP0595M Pedrosa Gran Reserva
Magnum
1995 13.7 1.5 14.113 Ribera del Duero Hreindýr, naut, villiönd
VP0695 Perez Pascuas Gran Selección 1995 13.4 0.75 11.111 Ribera del Duero Nautasteik, hreindýr, gæs
VP0814 Cepa Gavilan 2013 13,5 0,75 2.555 09813
Kjarni
Ribera del Duero Lambakjöt, lundi, ostar
Til baka