BER.is
Cognac Leopold Gourmel
Hérað Cognac
Land: Frakkland
Lýsing: Olivier Blanc eigandi Cognac Leopold Gourmel framleiðir koníak eftir sínu höfði. Sumir mundu kalla þetta nördakoníak en sérkenni Gourmel og Jon Bertelsen koníaksins er að engum aukaefnum er bætt út í þau, þótt leyfilegt sé skv. reglum héraðsins að nota sykur, litarefni (karamellu) og viðaressensa. Auk þess að forðast íblöndunarefni notar Olivier svo kallaða feita eimun sem dregur fram meira af bragðefnum og sérkennum vínsins, sem eimað er, en eitt slagorða Gourmel er að þeir framleiði vín. Árgöngum er ekki blandað saman hjá Gourmel þ.a. koníakið er í raun árgangsvín, þótt það sé ekki skráð á flöskurnar en mikill kostnaður fylgir því að selja árgangskoníak. Í hvert sinn sem tunna er opnuð þarf að kalla til tollara. Annað slagorða Gourmel er að koníakið þeirra sé Sommeliers koníak, koníak vínþjónsins (sumarliðans?).
Veffang: www.leopold-gourmel.com
Heimilisfang: La Couture
16130 Gente
France
Vörueinkenni Vöruheiti Ár % Lítrar Verđ ÁTVR Vnr ÁTVR Hérađ Annađ
Gou21 Petit Gourmel decanter 40 0,5 6.666 (10780) Cognac
Gou22 Essence de Gourmel XO 40 0,5 7.777 (10093) Cognac
Gou71 Jon Bertelsen Symphonie XO 40 0,7 7.763 (10776) Cognac
Til baka