BER.is
Tablas Creek
Hérað Paso Robles
Land: USA
Lýsing: Tablas Creek er útibú frá Château de Beaucastel, stórhöfðingja Rónardalsins, í Kaliforníu. Í Paso Robles [ís. eikastíg] á strandlengjunni milli San Fransiskó og LA rækta þau Rónarþrúgur og brugga vín í Chateauneuf du Pape stíl, hvít og rauð.
Vínin eru hátt skrifuð og fá gjarnan háar einkunnir hjá vínpennum {ekki -perrum}.
Víngerðarmenn Tablas Creek eru stundum kallaðir Rhone Rangers eða Rónarherdeildin.
Paso Robles héraðið er þekkt fyrir óvenjulega mjúk rauðvín.
Esprit de Tablas, flaggskip Tablas Creek, er vísvitandi stæling á Château de Beaucastel, einhverjum eftirsóttustu hvít- og rauðvínum Rónardalsins. Fram til 2011 hétu vínin Esprit de Beaucastel. Þrúgur af beztu skikum víngarðanna [15-20%] eru valdar í Esprit-vínin, sem geymast vel og þroskast í a.m.k tvo áratugi.
Veffang: www.TablasCreek.com
Heimilisfang: 9339 Adelaida Road
Paso Robles, CA 93446
Vörueinkenni Vöruheiti Ár % Lítrar Verđ ÁTVR Vnr ÁTVR Hérađ Annađ
Til baka