Perelada 5 Finques Reserva
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt með fjólublárri rönd [unglegt]. Kröftugur svartur ávöxtur, krydd-, súkkulaði-, vanillu- og balsamilmur. Sumir finna líka romm og kókos sem minnir á rommkúlur! Mikill kraftur og góð fylling í bragði sem er breitt, langt og þykkt {eins konar teningur?}. Langt eftirbragð með sterkum persónuleika.

5 Finques [katalónska] {áður Fincas [sp.], sjálfstæðisbarátta Katalóna} vísar til þeirra fimm víngarða sem þrúgur vínsins koma úr. Jarðvegur er mismunandi milli garðanna fimm: Finca Malaveïna {Víngarður vonda nágrannans - yndislegt} [rauður leir, granít stórgrýti], Pont de Molins [leir, fíngerður jarðvegur], La Garriga [sandur, möl og kvartzgrjót], Espolla [flöguberg] og Finca Garbet {einhver fallegasti staður í heimi - sjá forsíðu Bers} [flöguberg].

Vínið er gert úr 7 þrúgutegundum: Garnatxa, Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah, Samsó [sp. Cariñena], Monastrell og Cabernet Franc.
Þetta glæsilega kraftavín endurspeglar vel fjölbreytilegan jarðveg Emporda [sp. Ampurdan] og þrúgnasamsetningu.

Með sérstökum samningi milli Perelada og Bers hefur tekizt að halda verðinu í nokkur ár undir 3 kKr en veiking krónu neyddi okkur til að hækka verðið í 3.111.
Núna lækkum við verðið aftur niður fyrir 3kKr í von um að vínið haldi sæti sínu í Vínbúðunum.

Vara Bers: CP4015
Framleiđandi: Castillo Perelada
Ár: 2015
Áfengismagn: 14 %
Lítrar: 0,75
Verđ ÁTVR: 2.888
Vnr ÁTVR: 09747
Annað: Hentar grillsteikum, sérstaklega lambi og nauti og {á viðeigandi árstíma} villibráð.
Til baka