Fréttir
01.08.2019 Verð 5 Finques lækkaði 1. ágúst.
 
5 Finques = Fimm garðar frá Perelada í Katalóníu er mest selda rauðvín Bers og hefur verið um árabil.
Um mánaðamótin lækkuðum við verð 5F úr 3.111 í 2.888.

Þeim sem ekki hafa smakkað 5 Finques er ráðlagt eða gera það hið bráðasta og hinum sem hafa prófað vínið að fylgja fyrirmælum ósvífinnar auglýsingar tómatsósuhöfðingjans Hunt's:

"Fá sér oftar og meira hverju sinni"

Vínið hefur óvenjumikla dýpt, af víni í þessum verðflokki að vera. Sennilega er fjölbreyttum jarðvegi og þrúgum um að kenna.

Þegar heitinu var breytt fyrir nokkrum árum úr 5 Fincas [kastilíanska ~= spænska] í 5 Finques [katalónska] mátti sjá votta fyrir þjóðernishyggju og jafnvel sjá "Uppreisnina" í Katalóníu fyrir. Heitum annarra vína Perelada var breytt á sama hátt um það leyti.
5 Finques er eins og nafnið bendir til gert úr berjum úr fimm mismunandi víngörðum, þ.e. Finca [já - eintalan er eins] Garbet [bakgrunnur www.Ber.is], Finca Malaveïna [víngarður vonda nágrannans], Finca Espolla, Finca La Garriga og Pont de Molins. Jarðvegur garðanna er afar mismunandi [sjá mynd]. Þrúgusamsetning vínsins breytist ár frá ári en 2015 árgerðin sem nú fæst í Vínbúðum er gerð úr: Garnatxa (26%), Cabernet Sauvignon (24%), Merlot (21%), Syrah (16%), Samsó (9%), Monastrell (3%) og Cabernet Franc (1%).


 Veldu síðu: <<  Til baka  28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38  Næsta síða  >>