Fréttir
27.10.2019 Yfirvofandi hækkun Bordóvína
 
Vínbúðir Lýðveldisins munu hækka verð á eftirfarandi Bordóvínum að ósk Bers um mánaðamótin næstu [verð fyrir/eftir mánaðamót]:

Ch. Figeac, Saint-Emilion____________21.111__25.552

Ch. Lynch Bages, Pauillac___________17.777__18.999

Clos l'Eglise, Pomerol_______________12.222__16.789

Ch. Branaire-Ducru, Saint-Julien_______8.765___9.876

Ch. Cos Labory, Saint-Estephe________6.789___7.671

Ch. Quinault l'Enclos, Saint-Emilion_____6.789___7.654

Ch. Tronquoy-Lalande, Saint-Estephe___5.789___6.333

Ch. Clauzet, Saint-Estephe___________4.888___5.222



Græðgi Bersforingja er ekki einni um að kenna, þótt grunnt sé á henni.
Heldur veldur {nánast árleg} hækkun verðs hjá víngerðum héraðsins en einkum veiking íslenzku krónunnar.



Einnig munu vínin frá Vega Sicilia hækka.

Vega Sicilia Especial, Ribera del Duero_39.876__45.678

Vega Sicilia Unico, Ribera del Duero___38.888__41.234

Pintia, Toro________________________6.444___7.111



Þrátt fyrir fyrrnefnda græðgi finnst Beri ástæða til að upplýsa vínsafnara og aðra áhugasama sem ef til vill hefðu hug á að fjárfesta {í sumum tilvikum umtalsverðu fjármagni} í einu eða fleirum umræddra vína á "lága" verðinu.

Sparnaðurinn kemur að sjálfsögðu úr djúpum vösum Bers með brosi á vör.


Glöggir lesendur {og ekki svo glöggir} taka ugglaust eftir ljótum undarlegum undirstrikum sem notuð eru til að leika á ritstjórn Andbókar sem ekki leyfir venjuleg stafabil og þaðan af síður dálkabil [e. tab].



 Veldu síðu: <<  Til baka  24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34  Næsta síða  >>