Fréttir
06.06.2019 Verðlækkanir. Tímabundnar.
 
Ber hefur lækkað verð á nokkrum vínum í Vínbúðum Lýðveldisins og mun lága verðið haldast út júní:

**** Condado de Haza Crianza úr 3.555 í 2.888.

      Haza er talin til betri vína Ribera del Duero, jafnvel Grand Cru.

 *** Dehesa La Granja úr 2.888 í 2.555.

**** Perelada Stars Touch of Rosé Cava Brut úr 2.765 í 2.555.

      Rómantískasta vínið í Ríkinu? Yndislegt vín í brúðkaup og útskriftir.


Condado de Haza Crianza 2015 er kraftavín. Ilmríkt, bragðmikið og þykkt undir tönn.
Ekta rauðvín með grilluðu lambakjöti sem er reyndar uppáhaldsmatur þeirra Ribera del Dúeringa.

Dehesa La Granja 2008 er annað dökkt og öflugt rauðvín úr sömu smiðju Alejandrós Pesquera-föður en ræktað í nágrannahéraðinu Zamora, suð-vestur af RdD. Reyndir vínþekkjarar hafa hrósað DLG og mæla með því með lambi en vínið er fjölhæft og hentar líka vel með nauti, svíni eða kjúklingi.

Touch of Rosé 2016 [já - þetta er árgangsvín] fékk 4½ glas í Gestgjafa og var valið brúðkaupsvín ársins í fyrra. Freyðvínið er fallega föllaxableikt, milt og bragðgott með mikilli fíngerðri froðu.



 Veldu síðu: <<  Til baka  34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44  Næsta síða  >>