Fréttir
04.02.2020 Slæm tíðindi
 
Talsverðar hörmungar dynja nú yfir Ber.
Hvorki hungursneyð né engisprettufaraldur, þ.a. væl er óþarfi.

Allstór hluti vöruvals Bers í Sérflokki Vínbúða Lýðveldisins hefur nú lokið eða mun fljótlega ljúka dvöl sinni á hillum Einkasölunnar.

Þótt það þyki ekki til siðs að selja vöru sem maður hefur þegar selt, þá hyggjumst við benda vinum Bersvína á þolanleg vín sem eru á hverfanda hveli og munu brátt hverfa um óákveðinn tíma, sennilega að eilífu, frá fósturjarðar ströndum.

{Er einhver að tala um uppskrúfaðan stíl?}.


Tveir árgangar fyrirtaksvíns, Chateu Gaudin frá Pauillac í Bordó, tilheyra þessum arma flokki. Þriðja árgerðin [1999] fékkst um tíma en er nú því miður uppseld.

Trúlega er það einsdæmi að þrír árgangar sama víns bjóðist í Ríkinu undir mismunandi vörunúmerum {sem sagt ekki tilviljun við árgangaskipti}.

Þetta óvenjulega framboð var sameiginleg tilraun ÁTVR og Bers en heppnaðist ekki betur en þetta. Vörurnar voru í samkeppni hver við aðra, þ.a. engin þeirra uppfyllti framlegðarkröfur, þótt summan hefði ugglaust gert það.


Í Heiðrúnu - og henni einni - kúra nokkrar flöskur af:

Chateu Gaudin 2004 á 4.888 og

Chateu Gaudin 2011 á 5.444.


 Veldu síðu: <<  Til baka  17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27  Næsta síða  >>