Fréttir
17.12.2019 Perelada Brut Reserva og Blue Festival
 
Perelada Brut Reserva hefur verið mest selda vín Bers og eitt vinsælasta Cava-vínið í Vínbúðunum í hálfan annan áratug. Fyrir nokkrum misserum var útliti flöskunnar breytt og meira að segja heitinu að hluta en vínið heitir nú Perelada Brut Reserva - Blue Festival. Það virðist hafa valdið einhverjum ruglingi. Jafnvel dyggustu fylgjendur hafa lýst efasemdum sínum. Sjálfur formaður Íslandsdeildar vinafélags Perelada Brut Reserva hringdi í aðstandendur Bers til öryggis. Hvort sem útlitinu er um að kenna eða ekki, þá hefur sala snarminnkað.

Blue Festival, hvað er það?
Perelada heldur árlega mikla listahátíð í og við kastalann í Perelada. Þar hafa margir heimsins beztu söngvarar, dansarar og hljómsveitir troðið upp á liðnum árum. Nýtt heiti vísar til hátíðarinnar en nánari upplýsingar má finna á www.festivalperalada.com/en
Það eru reyndar tvö Festival freyðivín, blátt og bleikt!
Festival Blue fyrir Miðjarðarhafið, matarmenningu þess og afslappað andrúmsloft.
Festival Rosé hamingju og listahátíðar.
Á myndinni sést vel að útlitið hefur breytzt talsvert.


 Veldu síðu: <<  Til baka  21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31  Næsta síða  >>