Fréttir
29.04.2019 Vín Páskabræðra í Pedrósu fengu góða dóma í Wine Advocate
 
Páskabræður [Hermanos Perez Pascuas] þykja með betri víngerðarmönnum í Ribera del Duero.

Nýlega - til þess að gera - birti tímarit Roberts Parker dóma um nýjustu árgangana. Það er óhætt að segja að lýsingarnar séu afgerandi girnilegar og einkunnirnar glæsilegar.
Flest vínin fást í Vínbúðunum, m.a. Pedrosa Reserva 2014 sem fékk 94/100 í einkunn en einungis afburðavín fá slíka einkunn. En nú er líka gott tækifæri til að prófa kríönzuna frá 2015 og Gran Reservu 2011 en bæði árin þóttu góð. Það styttist nefnilega í árgangaskipti.

Þessir dómar þurfa ekki að koma á óvart en fjölskyldan hefur verið meðal þeirra fremstu í héraðinu í áraraðir. Í fyrra var José Manuel {sonur Benjamíns, elzta bróðurins}, en hann er framkvæmdastjóri Bodegas Hermanos Perez Pascuas og yfirvíngerðarmaður, valinn bezti víngerðarmaður ársins á Spáni.
Það skyggir þó á gleðina að ósætti innan fjölskyldunnar hefur leitt til þess að sennilega er José Manuel að hætta.


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>