Fréttir
22.12.2018 Silver Oak. Gott fyrir gráhærða!
 
Fyrsta sending af Kaliforníuvínunum víðfrægu frá Silver Oak var að koma til landsins og í Vínbúðir Lýðveldisins.
Vínin eru tvö, bæði rauð en Silver Oak ræktar eingöngu rauðar þrúgur, aðallega Cabernet Sauvignon, einkennisþrúgu Napadals.
Frægara vínið kemur einmitt frá Napa en hitt úr Alexandersdal á bökkum Rússár {ekki samskonar rúss og færeyska einkasalan gerir út á} í norðurhluta Sónóma {hljómmikið?}.

Silver Oak ræktar ekki bara þrúgur heldur líka eik. Allar eikartunnurnar sem vínin þroskast á eru smíðaðar af Silfureikingum úr amerískri eik sem þeir rækta sjálfir. Flest Kaliforníuvín eru geymd á franskri eik nú til dags en Silver Oak heldur sig við þá amerísku.
Til að flækja og bæta lykt og bragð er hinum Bordóberjunum bætt út í Cabernet Sauvignon: Merlot, Petit Verdot, Malbec og Cabernet Franc.
Vínin eru fáguð, næstum bónuð. Dýr en áhugaverð.


 Veldu síðu: <<  Til baka  40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50  Næsta síða  >>