Fréttir
15.10.2005 Castillo Perelada Crianza hlaut Gyllta glasið
 
Vínþjónasamtök Íslands héldu Norðurlandamót vínþjóna 14. og 15. október. Auk þess að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum tóku keppendur þátt í að velja "Gyllta glasið", þ.e. beztu vínin á íslenzkum markaði í ákveðnum verðflokki. Castillo Perelada Crianza 2001 hlaut verðlaunin eftirsóttu.

Keppnin fór þannig fram að innflytjendur vína tilnefndu 2 vín hver til þátttöku. Vínin voru á verðbilinu 1200 til 1500 krónur. Síðan fór fram blint smakk á vínunum á Hótel Holti og vínþjónarnir, innlendu og erlendu, völdu tíu beztu vínin. Perelada kríanzan var valin ásamt 9 öðrum en endanleg röð vína var ekki tilkynnt. Þessi árangur þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart, þar sem Castillo Perelada er frábær framleiðandi, bæði stilltra vína og freyðandi.


 Veldu síðu: <<  Til baka  67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77  Næsta síða  >>