Fréttir
14.11.2005 Ber tekur þátt í vínsýningunni í Vetrargarðinum
 
Eins og undafarin ár verður Ber með bás á vínkynningu Vínþjónasamtaka lýðveldisins og Vínbúða Ríkisins. Það hentar Beri vel að vera með bás, enda BerSvínin rómuð fyrir útihúsalykt.

Ber mun kynna þrjú svo kallaðra jólavína:
1. Freyðivínið Castillo Perelada Seco
2. Kampavínið Jacuesson Cuvée 729, sem nýlega fékk 5 stjörnur (*****) í enska víntímaritinu Decanter.
3. Viñas del Vero Gran Vos 2001, villibráðarvín ársins og undanfarinna ára að mati unnenda villibráðar.
Auk þess verður pukrazt með önnur góð vín, s.s.
Hécula (uppáhald Pennans (90-92 í 4 ár)),
Guelbenzu Hoppe (Hoppum saman ber....is) og
Gyllta glassþegann Castillo Perelada Crianza 2001 (Jack Daniels vínið).



 Veldu síðu: <<  Til baka  66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76  Næsta síða  >>