Fréttir
01.03.2006 Castaño Hecula og Castillo Perelada Crianza detta út úr Vínbúðum
 
Því miður duttu bæði vínin sem byrjuðu í sölu fyrir réttu ári, 1. marz 2005, út af reynslulista ÁTVR vegna slælegrar frammistöðu. Hecula átti alltaf undir högg að sækja, enda sérstakt nördavín þrátt fyrir góða dóma vínblaðamanna eins og Parker, en fráfall Perelada Crianza kemur meira á óvart, einkum vegna Gyllta glass-titilsins á Norðurlandamóti vínþjóna í haust.

Við hjá Beri þökkum stuðning við að bjarga þessum ágætu vínum og vonum að betur takist til næst. Kannski væri rétt að byrja strax að prófa Castillo Perelada Reserva 2001 og reyna að koma því á kortið. Ef ekki tekst betur til fellur þessi flotta Reserva út 1. ágúst. Það er því nokkur tími til stefnu en ef að líkum lætur mun hann fljúga hjá.


 Veldu síðu: <<  Til baka  64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74  Næsta síða  >>