Fréttir
10.10.2006 Achaval Ferrer Argentínuvín koma til Íslands
 
Þeim hætti Bers að flytja heim beztu vín hvers lands er nú við haldið með komu Achaval Ferrer frá Argentínu í Vínbúðir Lýðveldisins. Enski vínspekingurinn Hugh Johnson telur Achaval Ferrer beztu víngerð Argentínu. Meðal annars með ameríska þemadaga í huga var hófanna leitað hjá sérvitringunum í Mendoza. Manuel Ferrer, annar stofnenda víngerðarinnar, reyndist hinn skemmtilegasti karl og fannst talsvert til koma að flytja vín til Íslands.

Í fyrstu sendingu frá A-F komu vínin Quimera og Finca Altamira, sem bæði eru mjög dökk og samanrekin vín. Bæði þurfa þau langa geymslu, þó sérstaklega Altamira (sem stundum er kallað Álftamýrarvínið vegna hljóðlíkingar).


 Veldu síðu: <<  Til baka  59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69  Næsta síða  >>